Við frumsýnum leikverk enn á ný

Ástarsaga Guðríðar og Lúðvíks

Einn af styrkleikum Grundaskóla er öflugt leiklistarstarf. Fyrir rúmri viku frumsýndi leiklistarval unglingadeildar Galdrakarlinn í Oz. Í dag frumsýnir 7. bekkur leikverkið Ástarsaga Guðríðar og Lúðvíks sem er frumsamið leikverk í tilefni jólanna og jóladagskrár í Grundaskóla. Umsjónarmenn og leikstjórn er í höndum þeirra Angelu Árnadóttur, Lilju Margrétar Ridel og Margrétar Sögu Gunnarsdóttur. Alls verða níu sýningar á næstu dögum og ávallt fullt út úr húsi.

Nánar verður fjallað um verkið á næstu dögum.