Í síðustu viku barst Grundaskóla vegleg gjöf frá föður barna í skólanum en það eru sér smíðuð sterk og handhæg skóhorn til að nota í öllum anddyrum. Það var Birgir Snæland sem færði skólanum umrædd skóhorn sem ættu að nýtast nemendum og starfsmönnum Grundaskóla næstu árin.
Við þökkum Birgi fyrir að hugsa hlýtt til skólans og fyrir veglega gjöf.