Vefkaffifundir sálfræðings með foreldrum og forráðamönnum barna

Um er að ræða rafræna kynningarfundi á Microsoft Teams þar sem foreldrum og forráðamönnum barna í Grundaskóla gefst tækifæri til að fá fræðslu og leiðbeiningar um uppeldi barna og ungmenna. Hér gefst tækifæri til að ræða málin saman og fræðast um hvað hefur gefist vel í uppeldismálum. 

Fyrsta vefkaffi Grundaskóla verður haldið mánudaginn 23. janúar kl. 20-21.

Samstarfsaðili okkar, Erlendur Egilsson er fimm barna faðir og reyndur sálfræðingur. Hann hefur m.a. starfað sem sálfræðingur í grunnskólum, unnið á Barna og unglingageðdeild Hringsins (BUGL) ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Erlendur hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna í doktorsnámi sínu.

Við vonum að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta rafrænt og taki þátt í þessum fræðslufundi með okkur. 

Hlekkurinn á fundinn er:
https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTJmMTIwMTYtYjhkNS00Nzk4LTkxMDQtYmQwY2FlZjYzYWNm%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22d42593d4-4bda-48b6-9274-0eb93faf3e89%22%2c%22Oid%22%3a%2296af09af-443f-43ce-b8f5-c5f89e60d0eb%22%7d

Grundaskóli er OKKAR