Eins og margir vita erum við í Grundaskóla með okkar eigin útvarpsstöð sem býður upp á marga möguleika fyrir nemendur til að þjálfa framkomu og framsögn auk þess að geta sett verkefni sín í nýjan búning. Í desember sömdu allir nemendur í Grundaskóla jólasögur og valdi síðan hver bekkur eina sögu til birtingar í útvarpi Grundaskóla. Til að hlusta á sögurnar getið þið farið inn á heimasíðu Grundaskóla þar sem hægt er að hlusta á útvarpssendinguna en einnig er hægt að smella á hverja sögu fyrir sig til að hlusta.
Espigrund 1 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1400 Netfang: grundaskoli@grundaskoli.is |
Opnunartími skrifstofu Mánud.-fimmtud. 7:30 - 15:30 Föstudaga. frá 07:30 - 14:30 |