Útvarp Akranes

Í vikunni hefur útvarps teymi 6.bekkjar verið að vinna hörðum höndum að þætti sínum sem fluttur verður í Útvarpi Akranes næstkomandi helgi. Þátturinn fjallar um neteinelti og netorðin fimm. Krakkarnir tóku þáttinn upp í morgun og gekk það mjög vel. 

Hugmyndin að þættinum kom eftir verkefni sem krakkarnir unnu á degi gegn einelti sem haldin 8.nóvember síðastliðinn. Á meðan verkefninu stóð komu skemmtilegar umræður í bekkjunum um skilgreiningu á neteinelti ásamt vangaveltum um netorðin fimm og fannst okkur þörf á því að deila þessum hugmyndum með öðrum. Hópurinn hefur unnið úr skilgreiningum frá Saft (Samfélag, fjölskylda og tækni) um neteinelti en einnig bjuggu krakkarnir til klípusögur til að nýta netorðin inn í sitt eigið líf. 

Útvarpsteymi: Ari Úlrik, Elísa Ruth, Enok Logi, Fjalar Þórir, Jóhanna Vilborg, Karina, Linda Kristey, Svava Guðfinna og Viktor G.