Úti er ævintýri

Þessa dagana eru nemendur í 10. bekk Grundaskóla að æfa nýjan söngleik sem sýndur verður í lok maí og byrjun júní. Söngleikurinn heitir Úti er ævintýri og er eins konar framhald af söngleiknum Úlfur, úlfur sem sýndur var fyrir nokkrum árum síðan. Einnig bregður fyrir ýmsum persónum úr eldri söngleikjum sem Grundaskóli hefur sett á svið. Sem fyrr stýra verkinu þeir Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson.