Um sjö hundruð "hæfileikabúnt"

Starfsmenn Grundaskóla hafa þann heiður að vinna daglega með ungu fólki sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum á öllum sviðum mannlífsins. Ungmenni sem eru oft vanmetin en sýna styrk sinn í söngleikjum, leiksýningum, tónlistaverkefnum og víðar. Í Grundaskóla eru um sjö hundruð hæfileikabúnt sem eiga framtíðina sannanlega fyrir sér.

Guðlaug Gyða og Stella María eru glæsilegir fulltrúar okkar á fyrstu dögum jóladagatalsins „Skaginn syngur inn jólin 2022“.  Þarf frekari vitna við um þessa hæfileika og ómetanlegan auð fyrir samfélagið okkar.