Þemadagar í 8. bekk

 

Á föstudaginn kláruðum við haustþemað okkar. Valverkefni nemenda voru mjög fjölbreytt og skemmtileg. Þar sem plöntur voru í aðalhlutverki í þessu þema þá þurfti lokaverkefnið að tengjast plöntum á einhvern hátt.

Dæmi um verkefni voru kremgerð, sápugerð, sultugerð og jurtasalt. Útvarpsþættir og matreiðsluþáttur. Ljósmyndaverkefni og draumagarðurinn hannaður. Plöntur ræktaðar og garn jurtalitað. Einnig bjuggu allir nemendur til smásjársýni og skoðuðu í smásjá. 

Hér eru nokkrar myndir sem sýna afrakstur vinnunnar og smásjá skoðunnar verkefnin.