Svefntími

Þessa vikuna er þema hjá 6. bekk,  svefn, næring, hreyfing, samskipti og fordómar.

Á þriðjudag fengu nemendur fyrirlestur um mikilvægi svefns. Það kom mörgum á óvart hve mikinn svefn þeir þurfa og fara margir of seint að sofa. Gott að taka umræðuna um þetta málefni heima.

Börn á aldrinum 6 til 12 ára þurfa a.m.k. tíu klukkutíma svefn á hverri nóttu til að vera vel hvíld og tilbúin í daginn.

  • Góður nætursvefn er undirstaða þess að barn vaxi og dafni og sé vel hvílt og tilbúið að takast á við verkefni dagsins.
  • Barn sem hefur fengið nægan svefn er betur í stakk búið til að einbeita sér að náminu.
  • Nægur svefn auðveldar barninu að eiga góð samskipti við önnur börn. (Heilsuvera.is)

Á meðfylgjandi mynd má sjá svefnþörf ungmenna. 

Kær kveðja, 6. bekkjar teymið.