Starfsskipulag Grundaskóla frá 8. des. – 18. des. 2020

 

 Skólastjórn Grundaskóla hefur ákveðið fyrirkomulag kennsluskipulags til 18. des næstkomandi. Nú reynir á að allir standi sig á lokakaflanum, halda taktinum eða eins og segir í lagtextanum „...Tveir þreyttir fætur toga hvor annan í takt...“ 

Skipulagið:

  • 1.– 4. bekkur er í óbreyttu skipulagi og því sem fullri kennslu alla daga fram að lokadegi þegar það verða s.k. „stofujól.“
  • Tvær breytingar eru fyrirhugaðar á skipulaginu hjá 5. – 10. bekk.

Annars vegar að láta tímasetningar ekki rúlla síðustu dagana. Í stað þess koma fjórir dagar fyrir hádegi og fjórir dagar eftir hádegið (eða öfugt). Níundi og síðasti skóladagurinn þann 18. des. eru „stofujól“ eftir ákveðnu tímaskipulagi sem verður kynnt síðar. 

Hins vegar er breyting að fyrra hollið er áfram frá kl. 8 – 11:30 en seinna hollið byrjar fyrr eða strax kl. 12 - 15:00. Seinna hollið reynist oft erfiðara og með því að færa daginn örlítið upp vonumst við til að dagurinn verði auðveldari í kennslu.

Með þessum breytingum fáum við reynslu af nýju kerfi sem getur þá stutt við val á skólaskipulagi á nýju ári ef við þurfum á annað borð að halda áfram með skert skólastarf að einhverju leyti.  

  

Staða mála sýnir að við verðum öll að fara varlega, hugum vel að persónubundnum sóttvörnum og siglum skólanum af öryggi inn í jólaleyfið. 

Skólastjórn Grundaskóla