Söngleikir Grundaskóla á Spotify

Eins og margir vita hefur Grundaskóli sett upp frumsamda söngleiki á þriggja ára fresti frá árinu 2002. Tónlistin úr söngleikjunum hefur jafnframt komið út á geisladiskum. Nú erum við loksins búin að koma því í verk að setja tónlistina á Spotify þar sem hún er öllum aðgengileg.