Skólinn OKKAR er 40 ára miðvikudaginn 6. okt. 2021

Á miðvikudag fögnum við 40 ára starfsafmæli Grundaskóla, „þannig tínist tíminn, ótrúlegt en satt.

Við munum halda upp á afmælið með hátíðardagskrá allan daginn. Hátíðardagskráin er fyrst og fremst miðuð fyrir nemendur skólans en frá kl. 14:30-16:00 er núverandi og fyrrverandi starfsmönnum skólans boðið í afmæliskaffi á sal skólans.