Skólastarf eftir páskafrí

Þriðjudaginn 14. apríl er skipulagsdagur í Grundaskóla og kennsla hefst á ný miðvikudaginn 15. apríl.

Enn eru í gildi takmarkanir yfirvalda á skólastarfi og höldum við áfram því skipulagi sem var í gildi fyrir páska þar sem einstakir árgangar eru í rúllu milli staðnáms og fjarnáms. Skólanum er skipt upp í tíu sjálfstæð teymi sem halda ákveðna sóttkví til að forðast sýkingu tengt COVID-19.

Skiptingin er sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 15.apríl þá mæta 3., 7. og 9.bekkir í skólann
  • Fimmtudaginn 16.apríl þá mæta 2., 5. og 8.bekkir í skólann
  • Föstudaginn 17.apríl þá mæta 1., 4., 6. og 10 bekkir í skólann

Fjarnám er skipulagt þá daga sem einstakir bekkir mæta ekki í skóla. Umsjónarkennarar senda út frekari leiðbeiningar á þriðjudag.

Við bíðum nú nánari leiðbeininga frá yfirvöldum varðandi næstu skref og verður tilkynning um það send til foreldra á næstu dögum.

Bestu kveðjur,

Skólastjórn Grundaskóla