Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning 24. ágúst

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Grundaskóla

Nú er komið að fyrsta degi skólaársins 2020 - 2021. Skólasetning er mánudaginn 24. ágúst næstkomandi.

Við byrjum skólaárið í svipuðum aðstæðum og við lukum því í vor varðandi þátttöku foreldra í skólastarfinu. Flesta daga ársins finnið þið lítið fyrir því en skólasetningardagur er hátíðisdagur í hugum okkar flestra og þá vill sem betur fer stór hluti foreldra mæta með börnunum sínum. Þetta á sérstaklega við um fyrstu bekkinga sem eru að hefja tíu ára grunnskólagöngu og stíga stórt skref í lífinu.

Grundaskóla ber að framfylgja sóttvarnarreglum eftir bestu getu og tryggja að fullorðnir (aðrir en starfsmenn) geti virt tveggja metra regluna. Þessar reglur eru settar af heilbrigðisyfirvöldum og kunna að breytast þegar líður á veturinn. Við hvetjum foreldra til að fylgjast með nýjum tilmælum yfirvalda á upplýsingasíðunni www.covid.is

Okkur finnst hins vegar lykilatriði að foreldrar fyrstu bekkinga geti fylgt börnunum sínum á skólasetningu og við vitum að allir hafa fullan skilning á því. Foreldrar barna í 2.-10. bekk geta aftur á móti almennt ekki fylgt sínum börnum inn en þið getið að sjálfsögðu öll fylgt þeim að skólanum.

Skólasetning mánudaginn 24. ágúst.

1. bekkur. Nemendur mæta í þremur hollum á skólasetninguna og gengið er inn um inngang að yngsta stigi skólans.

* Kl. 9:00 - Hópur 1
* Kl. 9:20 - Hópur 2
* Kl. 9:40 - Hópur 3


2. - 10. bekkur mætir á sal skólans sem hér á eftir segir:

* 2. bekkur mætir kl. 09:30
* 3. - 4. bekkur mætir kl. 10:00
* 5. - 7. bekkur mætir kl. 10:30
* 8. - 10. bekkur mætir kl. 11:00


Fyrsti kennsludagur er þriðjudagurinn 25. ágúst og er kennsla samkvæmt stundaskrá hvers árgangs.

Við hlökkum til samstarfsins við ykkur í vetur.


Starfsfólk Grundaskóla