Skoðum hjólin áður en lagt er af stað

Því miður hefur það komið upp hér hjá okkur í Grundaskóla og við aðrar stofnanir og heimili á Akranesi að einhverjir einstaklingar eru að fikta í hjólabúnaði reiðhjóla og losa dekkin eða annan öryggisbúnað þannig að hætta skapast þegar hjólað er af stað. Þetta eru skemmdarverk sem dúkka því miður upp með reglubundnum hætti um allt land. Hér er á ferð stórhættulegt athæfi og lítum við þetta mjög alvarlegum augum.

Við óskum eftir því að foreldrar og forráðamenn ræði alvarlega við sín börn um þær hættur sem þessu getur fylgt. Við viljum einnig benda öllum á að fara vel yfir hjólabúnað barna sinna og ítreka við þau að athuga hjólabúnað áður en lagt er af stað.

Allur er varinn góður.