Skipulag skólastarfs til 9. des. n.k.

Nú hafa borist tillögur frá yfirvöldum varðandi áframhaldandi skólastarf. Núverandi reglugerð gildir fram á miðnætti í kvöld. Heilbrigðisyfirvöld hafa nú ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi.

Á morgun mun rúllan okkar því halda áfram:

Kl. 8:00 – 11:30

6., 8. og 10. bekkur

Kl. 12:30 – 15:30

5., 7. og 9. bekkur

Þannig verður skipulagið áfram í rúllu fyrir og eftir hádegið þar til annað verður ákveðið.

Kennsla í 1. - 4. bekk verður hins vegar með sama hætti og hefur verið.

Við þökkum fjölmörg skilaboð og þakkir foreldra og forráðamanna um gott skipulag og góða þjónustu.

Skólastjórn byggir ákvarðanir sínar á því að tryggja sem mesta þjónustu fyrir nemendur á öllum aldursstigum en þó með 1. - 4. bekk í vissum forgangi sem fær sem næst fulla kennslu. Einnig höfum við tryggt sóttvarnir með því að skipta skólanum upp í 12 sóttvarnarhólf sem eru þrifin hátt og lágt á milli hópa. Það er einmitt þetta seinna atriði sem ræður mestu um af hverju tímasetningar rúlla á milli daga en eru ekki fastar.

Skólastjórn vill einnig þakka foreldrum og nemendum fyrir gott samstarf. Án þessa samstarfs væri sennilega fyrir löngu búið að loka skólanum enda starfa hér vel á níunda hundrað einstaklinga sem hafa tengingar um allt samfélagið.

Við ætlum að halda áfram á sömu braut, standa okkur með sóma og fagna góðum árangri þegar aðstæður leyfa.