Salka Sól í heimsókn hjá Skólakórnum

Söngkonan frábæra Salka Sól kom í langþráða heimsókn á kóræfingar skólakórsins okkar í gær, mánudag. Heimsóknin var hluti af undirbúningi fyrir tónleika sem við stefnum á að halda saman seinna á önninni, ef allt gengur upp. Krakkarnir í kórnum hafa beðið lengi eftir að hitta söngkonuna, en upprunalega áttu tónleikarnir að fara fram vorið 2020. Vegna Covid hefur orðið að fresta þeim tvisvar sinnum en krakkarnir hafa sýnt ótrúlega þolinmæði þrátt fyrir mótlætið. Við áttum yndislega stund með Sölku Sól í gær og hún gaf sér góðan tíma með krökkunum í æfingar, spjall og eiginhandaráritanir. Algjör perla hún Salka Sól, kærar þakkir fyrir komuna.