Rannsóknarniðurstöður VERKÍS kynntar

Sérfræðingar VERKÍS verkfræðistofu munu kynna niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á loftgæðum í skólahúsnæði Grundaskóla á fundi á Teams miðvikudagskvöldið 17. mars kl. 20:00. Ákveðið hefur verið að hafa fundinn rafrænan og geta allir sem vilja sent inn fyrirspurnir til rannsóknaraðila með því að setja inn athugasemdir inn á spjallsvæðið.

Linkur á fundinn verður sendur í tölvupósti til allra starfsmanna og foreldra nemenda í Grundaskóla. Aðrir sem áhuga hafa að vera með á fundinum geta fengið linkinn sendann með því að hafa samband við skrifstofu Grundaskóla í síma 433-1400.