Óvæntur fundur á Langasandi

Á mánudag fór 1. bekkur í vettvangsferð á Langasand. Heppnin var aldeilis með okkur því við fundum flöskuskeyti frá Samma sjóræningja. Í bréfinu var beiðni um hjálp við að finna týndan fjársjóð. Að sjálfsögðu munum við verða við þeirri beiðni og svara bréfinu með öðru flöskuskeyti. Spennandi tímar framundan hjá 1. bekk.