Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Við erum afskaplega stolt af honum Sigurði okkar sem fékk fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Í gær kom Eyjólfur Eyjólfsson fyrir hönd menntarmálaráðherra og afhenti honum verðlaunin. Hugmynd hans "Með okkar augum" er í stuttu máli app fyrir blinda. Sigurður mun fá tækifæri til þess að þróa og vinna verkefnið áfram. Við hlökkum til að fylgjast með þeirri vinnu.
Valdís Sigurvinsdóttir kennarinn hans í smiðju var að vonum ánægð með árangurinn en það voru nokkur verkefni frá nemendum hennar sem voru send í keppnina.