Notkun nikótínpúða

Kæru foreldrar og forráðamenn 

Notkun nikótínpúða hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum er þó töluverð aukning í notkun þeirra meðal unglinga enda eru púðarnir markaðsettir sérstaklega til barna og unglinga.     

Við vijum vekja athygli ykkar á þessu og bendum ykkur á að gott er að taka umræðuna heima með ykkar barni. Engin lykt fylgir púðunum og ekki þarf að benda á skaðsemi nikótíns en eins og allir vita er það mjög vanabindandi.