Nemendum í Grundaskóla fjölgar

Töluverð fjölgun er á nemendafjölda Grundaskóla en í dag, 14. september, eru 673 nemendur skráðir inn í skólann en voru 651 þegar skóla lauk í vor. Því til viðbótar eru fimm gestir sem taka þátt í skólastarfinu tímabundið. Það má segja að það hafi fjölgað um sem nemur heilli bekkjardeild í skólanum frá vori. Þessi þróun er ekkert að byrja en skólinn  hefur stækkað jafnt og þétt síðustu ár og er í dag með fjölmennustu grunnskólum á Íslandi.