Munum eftir mikilvægi hvíldartímans

Reglurlega berast upplýsingar úr rannsóknum um  svefn og hvíldartíma barna og ungmenna sem sýna að mörg börn fá ekki nægan svefn. Kennarar og annað skólafólk verður reglulega vart við að skortur á svefntíma er vandamál á sumum heimilum og nemendur mæta ekki til skóla úthvíldir. Ástæða svefnleysis er of oft mikill skjátími sem vill dragast langt fram eftir kvöldi og jafnvel vel fram á nótt. Einnig klikka of margir á því að skilja símann sinn eftir frammi eða fjarri svefnstað. Nýlega gerðu nokkrir foreldrar athugun á símanotkun barna sinna og niðurstaðan kom þeim fullorðnu og jafnvel börnum þeirra á óvart. Símar, tölvur og önnur snjalltæki eru sniðug til síns brúks en um þá notkun verður að setja skýr mörk og reglur.

Við hvetjum bæði börn og foreldra að taka saman umræðuna um þessi mál. Góð hvíld er nauðsynleg fyrir fólk á öllum aldri.

Meðfylgjandi er einnig hlekkur á áhugaverðar upplýsingar um stöðu mála: 

https://www.frettabladid.is/lifid/islensk-ungmenni-fara-of-seint-a-sofa/