Mótun nýrrar menntastefnu fyrir Akraneskaupstað

Starfsfólk Grundaskóla þingaði í gær með samstarfsfélögum úr öðrum skólastofnunum á Akranesi um nýja menntastefnu fyrir sveitarfélagið. Umræður voru mjög góðar og það verður spennandi að vinna þessa uppbyggingu áfram í samstarfi við nemendur og foreldra. Það er fyrirtækið KPMG sem fylgir vinnslu þessa verkefnis eftir og veitir ráðgjöf við mótun stefnunnar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast vel með og taka þátt í vinnunni þegar færi gefst.