Minnkum skutlið - Göngum í skólann

Á morgnana er hreinlega umferðarstífla við Víkurbraut því alltof mörgum börnum er skutlað í skólann. Meðan hlýtt er í veðri og greiðar gönguleiðir í allar áttir er hreint út sagt engin afsökun fyrir neinn að koma ekki labbandi.
 
Eldri nemendur standa gangbrautavörslu alla morgna og aðstoða yngri nemendur ef þörf er á.
Einnig hvetjum við alla að fylgja s.k. „gönguhópum“ en fjöldi samnemenda á öllum aldri fer eftir göngustígum að og frá skólanum.
 
Grundaskóli skorar á bæði nemendur og starfsmenn til að nýta vistvænar samgöngur milli heimilis og skóla.