Minnkum plastnotkun – allir með

Umhverfisvernd er áhersluatriði í starfi Grundaskóla og því hvetjum við skólasamfélagið til að leggja sitt að mörkum. Eitt af því sem allir geta gert er að draga hressilega úr allri plastnotkun. Vissir þú að þetta veggspjald er til á íslensku, ensku og pólsku og það er hægt að prenta það út og hafa til leiðbeiningar um það sem við getum gert til að minnka plastið!