Ljósin hans Gutta lifa í Garðalundi

Með jólakveðju frá Grundaskóla

Ljósin hans Gutta eiga aldrei betur við en einmitt núna þegar Covid hefur herjað á landsmenn um langan tíma en verkefninu er ætlað að auka samkennd og gleði í samfélaginu á Akranesi. Með Ljósunum hans Gutta opnast hreinn ævintýraheimur í skógræktinni fyrir alla aldurshópa. Ljósunum er ætlað að gleðja bæjarbúa á öllum aldri en í störfum sínum lagði Gutti mikla áherslu á að menn hefðu bjartsýni og framfarir að leiðarljósi í öllum verkum.

„Ljósin hans Gutta“ eru samfélagsverkefni sem Grundaskóli og fleiri aðilar standa að í minningu um Guðbjart Hannesson, fyrrverandi skólastjóra, bæjarfulltrúa, alþingismann og ráðherra.

Í dag geta gestir myndað s.k. QR-kóða hér og þar á svæðinu og þá detta menn inn í jólasögur og ævintýri. Frekari upplýsingar má einnig finna á upplýsingasíðunni um  jól í Garðalundi.

Við í Grundaskóla hvetjum fjölskyldur til að finna sér saman dag  eða kvöld á aðventunni til að fara og heimsækja Garðalund

Ævintýrið er ykkar - góða skemmtun.