Líf og fjör á sal skólans í tilefni afmælisins

Í dag eru mikil hátíðarhöld í Grundaskóla og við fögnum 40 ára starfsafmæli á margvíslegan hátt. Eldri nemendur minnast eflaust samsöngs og í dag höldum við í hefðina með umfangsmikilli söngdagskrá og skemmtun í öllum árgöngum skólans. Meðfylgjandi eru myndbrot fyrir foreldra sem tekið var upp fyrir stundu.

Það er góður dagur í dag og hátíð í bæ :)