Klæðum okkur vel – spá um kuldakast framundan

Nú gengur mikið kuldakast yfir og því mikilvægt að árétta að allir séu klæddir miðað við veður og hitastig. Nú er rétti tíminn til að huga að skjólgóðu höfuðfati og hlýj­um vetr­ar­skóm. Ull­ar­vettling­ar koma líka í góðar þarf­ir.

Samkvæmt spá veðurfræðings getur frost farið vel yfir 10 stig næstu daga og til viðbótar er veruleg vindkæling. Veðurspá gerir ráð fyrir einu mesta kuldakasti í ein sjö til átta ár á suðvesturhorni landsins.

Við hvetjum því nemendur, foreldra og starfsmenn að fylgjast vel með veðurspá og klæða sig vel fyrir hvern skóladag.