Hvernig getum við hjálpast að?

Fundur foreldraráðs og skólastjórnar Grundaskóla

Fimmtudaginn 17. nóvember síðast liðinn, fundaði skólastjórn með foreldraráði skólans þar sem rætt var um hvernig við gætum styrkt enn betur samstarf foreldra og skólans.
Fundurinn var að beiðni foreldraráðs. Á fundinum voru ýmis mál rædd eins og agamál, hegðun, orðbragð, einelti, útivistartími barna, notkun snjallsíma og ræddar voru hugmyndir um hvernig við getum virkjað foreldrasamfélagið  og tekið höndum saman um að styrkja það sem vel er gert og bæta úr því sem betur má fara.
Til dæmis var rætt um að kynna þyrfti betur verkferla um grun um einelti þannig að enginn vafi væri hvert ætti að leita ef slík staða kemur upp í hópnum.
Enn fremur var talað um að í skólanum væri útbúið veggspjald sem upplýsti nemendur um hvert þeir gætu leitað ef þeim líður illa.
Niðurstaða fundarins var sú að kalla saman alla foreldrafulltrúa skólans til að ræða þessi mál strax í byrjun janúar.
Skólastjórn fagnar þessu frumkvæði foreldraráðs og erum við meira en tilbúin í aukið samstarf við foreldra og aðstandendur í skólanum okkar.