Húsvörður kominn til starfa í Grundaskóla

Það er mikið fagnaðarefni að á ný er starfandi húsvörður eða húsumsjónarmaður í Grundaskóla. Um tíu ára eru liðin síðan Lúðvík Helgason fv. húsvörður til langs tíma var færður yfir í áhaldahús bæjarfélagsins. Nú hafa bæjaryfirvöld ákveðið að ráða á ný húsverði í grunnskólanna og hefur Lárus Guðjónsson tekið við starfinu í Grundaskóla en mun einnig sinna leikskólunum Garðasel og Akrasel.

Við bjóðum Lárus velkominn til starfa í Grundaskóla og við vitum að hann á eftir að reynast okkur vel í öllum þeim viðhaldsframkvæmdum sem standa yfir í skólanum okkar.

Þeir sem hafa ábendingar tengt viðhaldi eða viðgerðum í skólanum geta sent ábendingu á húsvörð á netfangið larus.gudjonsson@grundaskoli.is