Hugum að líðan barna og samferðarmanna

Foreldrahlutverkið á tímum Covid

Nú skellur Covid 19 bylgja á samfélaginu okkar og þá er aldrei mikilvægara en einmitt nú að huga vel að börnum og samferðarmönnum. Margir eru óttaslegnir yfir stöðunni og þá er gott að ræða málin saman. Fátt er betra en yfirvegun og ró og saman munum við leysa þetta vandamál.

Mikilvægt er að allir leggi mikið upp úr persónubundnum sóttvörnum og læri að lifa með Covid. Börn og ungmenn þarfnast leiðsagnar þeirra sem eldri eru og það eru margar leiðir sem við getum valið okkur í þeim stuðningi.

Grundaskóli fylgir uppfærðri sóttvarnaráætlun og fylgir sóttvörnum eftir af festu. Lítil truflun hefur orðið á skólastarfinu til þessa og verður það vonandi svo áfram. Skólastjórn mun upplýsa foreldra ef yfirvöld taka ákvörðun um að skerða skólastarf með einhverjum hætti eða setja sérreglur um skólahald vegna stöðu mála.

Meðfylgjandi eru ráðleggingar frá landlæknisembættinu um foreldrahlutverkið á tímum Covid: