Hollt og gott nesti er mikilvægt „...er aldrei geðvondur nema þegar hann er svangur...“

Nestismál

Það er aldrei brýnt um of að nemendur borði hollan og næringarríkan mat. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að vel nærð börn eiga betra með að einbeita sér auk þess sem góð næring getur haft áhrif á lærdómsgetu og stuðlað að betri líðan. Til marks um það orðaði einn nemandi okkar það svo að „hann væri aldrei geðvondur nema þegar hann væri svangur.“

Morgunnesti
Við mælum með nesti sem inniheldur ávexti, ber, grænmeti, egg, gróft brauð með áleggi eða annarskonar kornmeti. Við mælum hins vegar með að sykraðar mjólkurvörur komi ekki í skólann heldur séu til spari heima. 

Hádegisnesti
Þau börn sem velja að vera ekki í mataráskrift í mötuneyti verða að koma með hollt og gott nesti til að neyta í hádeginu. Mjög sniðugt er að koma með afganga frá kvöldinu áður s.s. heilsusamlegan heimilismat, matarmiklar samlokur eða vefjur, egg, grænmeti, ber og ávexti. Mikilvægt er að reyna að hafa nesti úr sem flestum fæðuflokkum.

Á mörgum heimilum eru nestismál hálfgert vandamál. Það þarf alls ekki að vera heldur gott samvinnuverkefni foreldra og barna. Hér skapast gott tilefni til að læra á nauðsynlega fæðuflokka og ræða hvað er hollusta eða óhollusta. Foreldrar þurf auk þess ekki að hafa áhyggjur af einhæfni því auðvelt er að finna góðar hugmyndir með aðstoð internetsins. Börnin okkar eru líka snjöll því stundum myndast skiptimarkaður milli vina sem sjá álitlegar nýjungar í nestisboxi bekkjarfélagans.

Slóðir á nokkrar síður sem gætu aðstoðað.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item20821/Lei%C3%B0beiningar%20um%20hollt%20og%20gott%20nesti%20(2017).pdf

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/R%C3%A1%C3%B0leggingar%20um%20matar%C3%A6%C3%B0i%20LR_20.01.2015.pdf

https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/naering/

https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item17906/faeduhringur%20loka%20veggspjald.pdf