Hjólahjálmar

Krakkarnir bíða spennt
Krakkarnir bíða spennt

Fulltrúar Kiwanis komu færandi hendi og gáfu börnunum í 1. bekk hjólahjálm.  Þessi gjöf er eins og vorboðinn ljúfi, alltaf gefin í 1. bekk undanfarin ár.  Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fór yfir mikilvægi hjálmanotkunar og hvernig á að stilla þá rétt til að þeir virki sem best.  Börnin voru afar þakklát og glöð með þessa góðu gjöf.