Hetjan mín ert þú – barnabók um COVID19

Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) lét þýða barnabókina, Hetjan mín ert þú,  á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum. Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókina er hægt að nálgast ókeypis á netinu.

Markmiðið með gerð bókarinnar var að foreldrar eða aðrir sem starfa með eða sinna börnum fái tól til þess að ræða við börn um ástandið sem nú ríkir. Reyna að vinna á ótta og kvíða og skapa öryggi meðal barna og ungmenna. Ramminn utan um efnistökin var unnin upp úr niðurstöðum könnunar meðal 1700 foreldra auk þess sem hún var prufukeyrð og endurbætt áður en hún var svo gefin út í endanlegri mynd.

Hetjan mín ert þú er bók sem ætti helst að vera lesin af foreldri (eða kennara eða öðrum umönnunaraðila barna) fyrir barn eða lítinn barnahóp. Ekki er mælt með því að börn lesi bókina án stuðnings foreldra.

Hér er slóð á bókina í íslenskri þýðingu:

https://interagencystandingcommittee.org/system/files/2020-04/My%20Hero%20is%20You%2C%20Storybook%20for%20Children%20on%20COVID-19%20%28Icelandic%29.pdf