Hefur þú áhuga á þátttöku í björgunarstarfi?

Það eru ekki allir sem hafa áhuga á íþróttum eða tónlistariðkun. Þátttaka í starfi björgunarfélags kann að heilla einhverja sem leita að heilbrigðri og hollri iðju og góðum félagsskap. Það er engin ástæða til að láta sér leiðast því hér á Akranesi er svo margt í boði.

Björgunarfélag Akraness heldur kynningu í kvöld, fimmtudaginn 9. september, þar sem nýliðaþjálfun og unglingadeild verða kynnt. Þar gefst þeim sem áhuga hafa kostur á að kynna sér starf félagsins. Kynningin fer fram í húsakynnum Björgunarfélags Akraness við Kalmansvelli.

Klukkan 19 er kynning á nýliðaþjálfun félagsins. Allir sem eru fæddir 2005 og fyrr eru hjartanlega velkomnir.

Klukkan 20 er kynning á unglingastarfinu. Unglingar sem fæddir eru 2006 og 2007 eru hjartanlega velkomnir.

Nemendur í Grundaskóla sem hafa starfað hafa í Björgunarfélaginu bjóða skólafélaga sína og jafningja velkomna í sinn hóp.