Hætturnar leynast víða - fylgjumst með samskiptum barna

Grundaskóli vill hvetja alla foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með rafrænum samskiptum barna sinna og ræða vel við þau um þær hættur sem leynast meðal annars tengt slíkum samskiptum. Umfjöllum Kveiks er ekki einangrað fyrirbæri heldur staðreynd sem foreldrar verða að taka alvarlega. Stöndum með börnunum okkar og veitum þeim stuðning með því að ræða við þau og leiðbeina varðandi skýr mörk í samskiptum.

Sjá nánar frétt RÚV á linknum hér fyrir neðan:

https://www.ruv.is/kveikur/grunnskolastelpur-bednar-um-nektarmyndir/