Gullskórinn 2021

Það voru 4.bekkingar sem sigruðu Gullskóinn þetta skólaárið.

Hann er veittur þeim árgangi sem er duglegastur að nota virkan ferðamáta í og úr skólanum. Þess má geta að keppnin var hörð og voru nemendur Grundaskóla mjög duglegir að koma gangandi/hjólandi í skólann á meðan keppnin var. Vonum að það haldi áfram því ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. 

Hér má sjá 4. bekkinga taka á móti Gullskónum:) Vel gert nemendur í Grundaskóla, þið eruð frábær