Gullskórinn 2020 í Grundaskóla

Nú liggja fyrir úrslit í keppninni Göngum í skólann.

Keppnin hófst formlega í byrjun september en alls tóku 75 skólar þátt þetta árið sem er metþátttaka. Grundaskóli hefur lengi verið með í þessari keppni og hvatt allt skólasamfélagið til að stunda heilsusamlegan samgöngumáta.

Keppnin var hnífjöfn á milli árganga skólans en að lokum reyndist 4. bekkur hafa náð bestum árangri og hlýtur hinn eftirsótt „Gullskó“. 8. bekkur reyndist standa sig best á unglingastigi og 7. bekkur á miðstigi.

Við óskum fjórðu bekkingum til hamingju með sigurinn en þeir höfðu nauman sigur á öðrum árgöngum skólans í hörku keppni.