Grundaskóli stefnir á Landsmót barnakóra

Eins og flestir vita heldur Valgerður Jónsdóttir, tónlistarkennari vel utan um kórastarf í skólanum okkar. Góð virkni er í starfinu og nú er stefnan tekin á Landsmót barnakóra sem haldið verður í Smáraskóla í Kópavogi þann 28.-30. apríl n.k. Það er fagnaðefni að við skulum eiga öfluga söngsveit á þessu stórmóti ungmenna. Kórinn mun því enda þennan söngvetur með stórtónleikum í lok apríl. Þema landsmótsins er ekkert minna en Eurovision-lög.

Húrra fyrir því - Áfram Grundaskóli.