Fullt út úr dyrum á Malavímarkaði

Í dag er góðgerðardagur í Grundaskóla til styrktar hjálparstarfi í Malaví. Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk skólans undirbúið markaðinn en þar var til sölu fjölbreytilegur varningur. Fullt var út úr dyrum og margir með seðla á lofti til að tryggja sér fljóta og örugga afgreiðslu. Meðal annars var hægt að kaupa handverk úr leir og textíl, skreyttar krukkur, kökudeig, kókoskúlur, bækur og dót, pulsur og djús og kökur og kaffi. Eins og svo oft áður segja myndir meira en orð.

Hægt er að skoða fréttina inn á : Skessuhorn