Komiði sæl.
Nú er fyrsta vika septembermánaðar komin og farin og þessa viku höfum við nýtt í allskonar skemmtileg verkefni.
Hóparnir eru byrjaðir að lesa þrjár kjörbækur en þær eru Ertu guð, afi?, Benjamín dúfa og Fólkið í blokkinni. Þegar lestur og verkefna vinnan sem tengist þessum bókum er lokið skipta hóparnir um bók. Þannig lesa allir allar bækurnar yfir önnina.
Þetta eru virkilega vel heppnaðir tímar og börnin ykkar taka vel í þessar sögur og eru að standa sig vel.
Á þriðjudaginn fórum við öll saman í Klapparholt og unnum þar í hópum að náttúrufræði verkefni. Mikið sem það gekk vel.
Skólahlaupið, árlega, átti að vera í þessari viku en því var frestað vegna veðurs og stefnt er á að halda það í næstu viku.
Með eru nokkar myndir af krökkunum í Klapparholti síðan á þriðjudaginn.
Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskoli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. til fim. 7:30-15:30
Föstudaga til 13:30
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is