Fréttir úr 2. bekk

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16.september fórum við í vettvangsferð uppí skógrækt.

Þar fundum við skordýr sem við tókum með okkur upp í skóla og skoðuðum í víðsjá. Þetta var mjög spennandi og nemendur mjög áhugasamir. Í skólanum unnum við líka lesskilningsverkefni og önnur fjölbreytt verkefni um skordýr.