Fréttir frá 7.bekk

Við krakkarnir í 7.bekk  fórum í rabbabara ferð í byrjun september. 
Við týndum rabbabara í Grundaskóla skógræktinni og nokkrum heima görðum sem við fengum leyfi til að fara í.
Það var mjög gaman að tína rabbabara, við fengum hníf til að skera toppinn og neðri partin af.
Þegar við komum upp í skóla skoluðum rabbabarann og skárum hann í bita. Við fengum að smakka einn og það var mjög gott og hollt. Við ætlum svo að gera eitthvað ótrúlega spennandi við rabbabarann sem við leyfum ykkur að fylgjast með seinna.

Í einni rabbabara ferðinni fundum við mjög stóran snigill. Hann var 8 cm. Við komums að því að þetta var Spánarsnigill. Snigillinn var 8 cm langur en hann getur orðið allt að 15 cm. og hann verpir allt að 400 eggjum.

Höfundur fréttar : Eydís Björt 7.bekkur  

 

Við 7. bekkur notuðum  góða veðrið í síðustu viku og fórum á Langasand.
Á Langasandi tíndum við plöntur og bjuggum til falleg mynstur úr þeim. Það var gaman að sjá hvað það urðu til falleg mynstur.
Við tókum með okkur popp á langasand sem við poppuðum og fengum að borða.
Það er svo gaman að vera úti í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt.

Höfundur fréttar: Klaudia, 7 bekkur.