Í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar á þessu ári mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Eliza Reid eiginkona hans koma í opinbera heimsókn á Akranes fimmtudaginn 15. desember.
Forsetahjónin munu meðal annars heimsækja leik og grunnskóla bæjarfélagsins en Brekkubæjarskóli og Grundaskóli munu standa að sameiginlegri móttöku í Brekkubæjarskóla þar sem fulltrúar grunnskólanema á Akranesi munu kynna metnaðarfullt skólastarf á Skipaskaga.
Fulltrúar Grundaskóla við þessa athöfn verða meðlimir í skólakór skólans ásamt fulltrúum er koma úr 9. bekk. Heimsókninni lýkur svo með hátíðardagskrá í tengslum við 80 ára afmæli bæjarfélagsins á Breið.
Espigrund 1 | Opnunartími skrifstofu: |
Sími: 433 1400 | Mánudag. til fimmtud. Kl. 7:45 til 15:30 |
Netfang: skrifstofa@grundaskoli.is | Föstudaga til 13:25 |
Starfsfólk og netföng. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is/433 1400 / skrifstofa@grundaskoli.is