Ferð í skógræktina hjá 2. bekk

Í morgun gengum við öll saman í skógræktina, skoðuðum jólagleðina þar og ljósin hans Gutta. Við tókum með okkur nesti og vasaljós sem komu að góðum notum í myrkrinu í morgunsárið. Það var mjög gaman að skoða og leika í skógræktinni. Við mælum sannarlega með að þið gerið ykkur ferð seinna því það er hægt að hlusta á upplestur á ýmsum sögum tengdum stöðunum í símanum, en við gátum ekki gert það með allan hópinn. Virkilega skemmtileg og notaleg stund og krakkarnir stóðu sig mjög vel.