"...Er faraldur, Haraldur..."

7. bekkingar í fjáröflun

 

Eflaust hefur einhver spurt sig hvaða væri í gangi þegar þeir horfðu í átt að Grundaskóla síðdegis á föstudag en þá voru himin háar stæður að salernis- og eldhúspappír við innkeyrsluna að skólanum. Hin fleygu orð „Er faraldur, Haraldur“ eiga kannski vel við. Nú eru 7. bekkingar að safna fyrir Reykjaskólaferð í vor og selja þennan pappír í fjáröflunarskyni. Við hvetjum alla til að styðja vel við unga sölumenn.

Það er aldrei að vita nema að næst selji menn bara spritt og sápur!