Frístund gefur gull í mund

Það má með sanni segja að börnin í 1. og 2. bekk hafa staðið sig eins og hetjur í þessum faraldri. Þau hafa þurft að búa við þröngan kost eftir hertar sóttvarnarreglur til að mynda geta þau bara farið á milli tveggja stofa allan daginn. Við í frístund reynum að brjóta upp starfið með ýmsum hætti og börnin hafa líka hjálpað til í þeirri hugmyndavinnu, þau koma með ýmsar sniðugar hugmyndir og hafa margir tekið upp á því, eins og hálf þjóðin reyndar að sauma, puttaprjóna eða perla flottar fígúrur sér til dundurs.

Þau vilja líka vera mikið úti og láta veðrið ekkert endilega stoppa sig. Við höfum fengið afnot af Akraneshöllinni til að fara með þau í leiki og erum við virkilega þakklát fyrir það rými.

Endilega hrósið börnunum ykkar fyrir þau eiga það svo sannarlega skilið.