Einföld skýring - góðar lausnir

Það fór ekki framhjá neinum sú umferðarteppa sem var við skólann í morgun. Grundaskóli er risa vinnustaður og um 900 manns eru að mæta til vinnu á sama tíma. Ástæða þess að allt fór í hnút í morgun er hins vegar einföld. Við erum of mörg að fara of seint af stað að heiman og of fáir velja sér umhverfisvænan ferðamáta að labba til og frá skóla.

Við þessu vandamáli eru einfaldar og góðar lausnir.

  • Vakna tímanlega og leggja fyrr af stað
  • Að fólk hætti að keyra heim að dyrum og hleypa farþegum út í rennunni. Þá komast tíu út í einu en ekki einn eða tveir.
  • Að labba til og frá skóla er heilsusamlegt og frískandi. Öruggar stuttar gönguleiðir og góður félagsskapur skólafélaga.