Dagur íslenskrar tungu - 16. nóvember

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, síðan árið 1996.

Við í Grundaskóla höldum upp á daginn með margvíslegum hætti og hafa allir árgangar unnið að sérstökum verkefnum í dag er tengjast tungumálinu okkar.

Á vefnum, Dagur íslenskrar tungu, hefur verið safnað saman verkefnum sem tilvalið er að vinna á degi íslenskrar tungu í skóla eða heima við.

Hér má finna fróðleik um íslensk ljóðskáld ásamt verkefnum sem leggja áherslu á mikilvægi þess að vernda tungumálið okkar.